18. nóvember 2008

Leita að lausnum

Held að skilnaður sé lausnin en er greinilega ekki allveg viss. Málið er að ég er að leita að lausnum og skil ekki hvað blómin eru að segja mér með þessum uppákomum sem koma út úr manninum mínum. Ég veit að lausnin er þarna eitthvers staðar, beint fyrir framan mig. En ég sé hana bara ekki. 
" þú vilt hafa þetta svona" Þegar annað fólk út í bæ tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Fjallar um afbrygðisemi

29. september 2008

Spurningar að vera ég sjálf

Þetta var góður dagur. Ég fór í hjólatúr. Svo var égdugleg við að sprasla, laga til  með Rúsínu 2  og svo bakaði ég. Ég kyssti manninn minn og þakkaði honum fyrir hjóla viðgerðirnar.
Ég gaf guði dag strax í morgun.
Ég veit ekki hvað ég á að taka til bragðs? Ég veit ekkert hvort ég á að segja eitthvað núna fyrir svefninn?
Slæmt. Þér líður illa. Ég fæ enn og aftur ekki að vera ég sjálf á mínu heimili og i mínu sambandi. Ég sagði eiginmanninn að ég væri að fara í bíó og mat með vinnunni. Svo sá ég gremju og ótta koma strax. Ég spyr hvað er að? og hann segir ég bara skil þetta ekki og gengur út!! Svona get ég ekki lifað og maðurinn er ný kominn úr meðferð + glaður og gremjulaus úr 5. spori. Ég spyr upp og blómin er hann ekki maðurinn minn? Hvernig getur þetta verið. Hef ég gert það af mér að vera til.